Vonir standa til að senn opni safn um sögu íslenskrar tónlistar- og tónmenningar í Hörpu. Unnið er að því að finna fjárfesta til að ljúka fjármögnun verkefnisins.

Bjarki Sveinbjörnsson, doktor í tónlistarfræði, og Jón Hrólfur Sigurjónsson, doktor í tónlistarkennslufræði, standa að verkefninu. Þeir segja að það vanti stað þar sem farið sé í gegnum sögu íslenskar tónlistar og reynt að útskýra velgengni íslenskra tónlistarmanna.

„Uppleggið hjá okkur með þessari sýningu er að reyna að koma með tillögur að svörum,“ segir Bjarki. Bjarki segir að slík sýning eigi heima í Hörpu, tónlistarhúsi þjóðarinnar.

„Það er ekkert í höfuðborginni sjálfri sem minnir á sögu íslenskrar tónmenningar. annað en einhverjir legsteinar austur í kirkjugarði. Spurningar fólks í tengslum við gróskuna í íslensku tónlistarlífi eru gjarnan af hverju er þetta svona, hvernig þróaðist þetta og af hverju er þessi gróska núna,“ segir Bjarki.

Vantar herslumuninn

Jón segir að þeim hafi verið vel tekið alls staðar þar sem þeir hafi kynnt verkefnið. Nú vonist þeir til að finna fjárfesta sem geti fullfjármagnað verkefnið. „Það er áhugi fyrir verkefninu en það vantar einhvern herslumun, einhvern sem er tilbúinn að leiða þetta,“ segir Jón.

Ráðgert er að stofnkostnaður við sýninguna sé í kringum 200 milljónir króna. Harpa hefur veitt vilyrði fyrir 421 fermetra rými á tveimur hæðum á austurhlið Hörpu takist að ljúka fjármögnun sýningarinnar.

Vilja samstarf við skóla og listahátíðir

Jón bendir á að yfir tvær milljónir heimsæki Hörpu á ári og húsið sé að jafnaði í fyrsta eða öðru sæti á vef Tripadvisor um áhugaverðustu staðina í Reykjavík. Þá opnar fimm stjörnu Marriott hótel við hlið Hörpu á næsta ári. Því séu töluverð tækifæri fólgin í að opna safn á þessum stað.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Nýjustu fjárfestingar Kviku á fasteignamarkaði
  • Nýir erlendir sjóðir Gamma til fjárfestinga í fasteignum og óhefðbundnum lánveitingum
  • Forsendur endurskipulagningar bankakerfisins að mati forsætisráðherra
  • Mikinn útlánavöxt en samdrátt hagnaðar Íslandsbanka
  • Gagnrýni á fjármálastefnu ríkisins vegna óraunhæfra forsendna og afleiðingar útgjaldaaukningar
  • Uppgjör Icelandair en hagnaður félagsins helmingaðist milli ára
  • Mögulega skráningu Marel á markað erlendis, en félagið er það langstærsta í íslensku kauphöllinni.
  • Miklar sviptingar á erlendum hlutabréfamörkuðum í febrúar
  • Gríðarleg uppbyggingaráform í norsku laxeldi
  • Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group er í ítarlegu viðtali
  • Aðdráttarafl Íslands sem áfangastaðar fyrir óhefðbundið hindrunahlaup á vegum alþjóðlegs fyrirtækis
  • Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands er brugðið upp í ítarlegum svipmyndum
  • Sjálfvirka lausn fyrir fyrirtæki sem þurfa að svara miklum fjölda fyrirspurna
  • Fundarhald á göngu gefst vel segir nýr framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs
  • Óðinn er á sínum stað og fjallar um vaxtamunarviðskipti á hlutabréfamarkaði
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Eyþór Arnalds og Dag í Höfða