*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 14. maí 2018 13:57

Vilja opnar umræður um orkumál

Ársfundur Landsvirkjunar, sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 14:00 á morgun, er opin öllum sem skrá sig.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar eru í Austurveri.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Landsvirkjun hvetur til opinnar umræðu um orkumál og býður alla velkomna á ársfund sinn sem fram fer á morgun, þriðjudag 15. maí, klukkan 14:00 á Hilton Reykjavík Nordica hótel.  Í ár er hann haldinn undir yfirskriftinni: Á traustum grunni.

Síðasta ár voru met slegin í sölu og vinnslu rafmagns segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Rekstrarafkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og efnahagurinn er traustur.

Á ársfundinum verður fjallað um þessa stöð, en einnig verða kynnt þau tækifæri og þær áskoranir sem framundan eru og fjallað um raforkumarkaðinn í víðu samhengi. Þó allir séu velkomnir þarf að skrá sig á heimasíðu félagsins.

Dagskrá ársfundar Landsvirkjunar árið 2018 er sem hér segir:

  • Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra flytur ávarp
  • Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður flytur ávarp
  • Hörður Arnarson forstjóri flytur erindi undir yfirskrift fundarins: Á traustum grunni - gott ár að baki
  • Selma Svavarsdóttir forstöðumaður á starfsmannasviði flytur ávar undir yfirskriftinni: Að virkja jafnréttið
  • Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri flytur erindi undir yfirskriftinni: Áhrif aukinnar eftirspurnar á raforkumarkað
  • Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs flytur erindi undir yfirskriftinni: Orka í dansi framtíðarinnar