Samkvæmt EasyJet hefur fjöldi kvennskyns flugmanna sem starfa hjá félaginu tvöfaldast á árinu. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, en fyrirtækið setti nýlega á fót framtak sem skýrt var í höfuðið á flugkonunni Amy Johnson.

Framtakinu er ætlað að hvetja konur til þess að læra atvinnuflug, en EasyJet hafa einnig sett sér markmið um að 20% flugmanna hjá félaginu verði kvenkyns árið 2020. Lítið er um konur í stéttinni og en hjá félaginu starfa 162 kvenkyns flugmenn og af þeim eru 62 flugstjórar.

Aðeins um 3% atvinnuflugmönnum heimsins eru kvenkyns og þar af eru aðeins 450 sem eru flugstjórar. Þessar tölur sýna hversu framsækið félagið er, en um 14% af kvenkyns flugstjórum heimsins starfa einmitt hjá EasyJet.