Samkeppniseftirlitið telur að samruni Síldarvinnslunnar og Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum muni ekki raska samkeppni. Í niðurstöðu eftirlitsins á samruna fyrirtækjanna segir m.a. að hann hafi ekki áhrif á sterka stöðu Síldarvinnslunnar á markaði fyrir uppsjávarfisk og fyrirtækin ekki keppinautar í fiskvinnslu.

Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á samruna fyrirtækjanna er jafnframt bent á, að við rannsókn málsins hafi leitt í ljós umtalsverða samvinnu milli þessara fyrirtækja í útgerð, fiskvinnslu og sölu afurða. Þá eigi Samherji og Gjögur fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar. Samherji á 44% hlut í Síldarvinnslunni og Gjögur rúm 34%.

„Í ljósi þessa er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að óhjákvæmlegt sé að hefja nýtt stjórnsýslumál þar sem tekið verður til athugunar hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samvinnu keppinauta,“ segir í niðurstöðu á rannsókn Samkeppniseftirlitsins.

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins