Fjármálaeftirlitið telur æskilegt að einn regluvörður verði tilnefndur fyrir hverja þá stjórnsýslueiningu sem fellur undir gildissvið reglna um meðferð innherjaupplýsinga. Þetta kemur fram í dreifibréfi sem Fjármálaeftirlitið sendi stjórnvöldum.

Telur eftirlitið að í þeim tilvikum þar sem stjórnvald fær afhentar innherjaupplýsingar frá útgefendum í krafti eftirlits- eða rannsóknarheimildar í lögum, beri viðkomandi útgefanda að upplýsa stjórnvaldið um eðli upplýsinganna og skrá það á lista yfir tímabundna innherja. Þetta getur átt við þar sem innherjaupplýsingar verða til í starfseminni, til að mynda vegna vinnu við lagafrumvörp.