Borgaryfirvöld hafa fengið erindi þar sem óskað er eftir því að fá leyfi til að rífa húsið við Hafnarstræti 19, en þar er verslun Rammagerðarinnar nú til húsa. Í staðinn vill viðkomandi frá að reisa á lóðinni 72 herbergja hótel. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í erindinu, sem sent var skipulagsfulltrúa, segir að sótt sé um að rífa húsið vegna bágs ástands á steypuvirki. Vill viðkomandi endurbyggja framhlið hússins í núverandi mynd og hafa fjórðu hæðina inndregna Hafnarstrætismegin. Eigandi hússins er Suðurhús ehf. Skipulagsfulltrúi vísaði málinu til Minjastofnunar.