Í frétt á vef mbl.is er haft eftir Eiríki Ingvari Ingvarssyni, framkvæmdastjóra Somos ehf., að fyrirtækið hafi sent erindi til Mosfellsbæjar og óskað eftir leyfi til að setja upp starfsmannabúðir í bænum. Tilgangurinn með þessu er að sögn Eiríks Ingvars tvíþættur; að skapa almennilegt búsetuúræði fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækisins og hins vegar að létta á þrýstingi á fasteignamarkaði.

Erindið var sent til umhverfissviðs bæjarins til umsagnar á fimmtudaginn. Í því kemur fram að félagið hafi útvegað stórum verktökum iðnaðarmenn frá Póllandi. Í því ástandi sem rík­ir á hús­næðismarkaði hafi þurft að afla hús­næðis fyr­ir um­rædda starfs­menn annaðhvort utan höfuðborg­ar­svæðis­ins eða í hús­næði sem kosti um­tals­vert meira en starfs­menn­irn­ir eru til­bún­ir að greiða.

Nánar er fjallað um málið á mbl.is