Slitastjórn Landsbankans vill rifta greiðslu upp á 35 milljónir króna til Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra bankans. Bankinn greiddi fjármunina inn á séreignasparnað Sigurjóns hjá Landsbankanum í ágúst árið 2008, nokkrum vikum áður en skilanefnd tók lyklavöldin í bankanum og Sigurjón fór frá. Slitastjórnin hefur höfðað nokkur riftunarmál á hendur Sigurjóni vegna starfa hans sem bankastjóri Landsbankans. Heildarhæð krafna í málum slitastjórnar Landsbankans tengd Sigurjóni nema í kringum 60 milljörðum króna.

Slitastjórnin telur að bankinn hafi ekki verið gjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi.

Keypti ekki bresk pund

Málið er tilkomið vegna umsýslu Landsbankans á séreignasparnaði Sigurjóns. Í grófum dráttum átti bankinn að kaupa evrur, dollara og bresk pund fyrir peninga úr sjóði Sigurjóns til kaupa á skuldabréfum fyrirtækja í viðkomandi mynt. Fyrrnefndu myntirnar voru keyptar en ekki pundin og stóðu því út af kaup sjóðsins á skuldabréfi bresku fyrirtækjasamstæðunnar Big Food Group. Í ágúst náðist svo samkomulag um að Sigurjón fengi greiddan gengismun í sárabætur þar sem ekki varð af viðskiptunum. Fjárhæðin nam 35 milljónum króna. Slitastjórn Landsbankans telur að Sigurjón hafi ekki átt rétt á greiðslunni.

var verið að ákveða í hverju ætti að fjárfesta. kaupa átti skuldabréf.... þurfti að fara í gegnum regluvörð, keypt dollarar og evrur en ekki pundin. þegar kaupa átti bréfin þá hafði gengi bréfanna lækkað. Menn voru búnir að ákveða að kaupa bréf í þremur myntum. Ráðstöfun á peningum sem hann átti. Peningarnir dugðu ekki....

Tekist var á um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Sigurjón krefst frávísunar í málinu.

Baugur og Pálmi Haraldsson ásamt fleiri fjárfestum tóku rekstur Big Food Group yfir í byrjun árs 2005 og var félagið í kjölfarið afskráð úr kauphöll í Bretlandi. Nýir eigendur skiptu félaginu upp og varð verslanakeðjan Iceland Foods til upp úr þeirri vinnu.