Framsóknarflokkurinn er fylgjandi sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, á flokksþingi Framsóknarflokksins nú í morgun.

Sigurður Ingi sagði að skynsamlegt væri að efla eftirlitið með fjármálakerfinu. Slík sameining væri liður í þv. Þá væri bankakerfið á Íslandi of stórt og eigið fé bankanna hærra en það þyrfti að vera.

Sigurður Ingi boðaði stórsókn í samgöngumálum þar sem að fjármunir úr bankakerfinu yrðu nýttir til þess að byggja upp innviði, einna helst til að byggja upp vegakerfið.