Bæjaryfirvöld í Vesturbyggð vilja hefja viðræður við Tálknafjarðarhrepp um sameiningu sveitarfélaga með það að markmiði að kosið verði um sameininguna í sveitastjórnarkosningum á næsta ári. Í Fréttablaðinuí dag kemur fram að Bæjarráð Vesturbyggðar óskaði á síðasta fundi sínum eftir formlegum viðræðum við hreppsnefnd Tálknafjarðar um málið.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir í samtali við Fréttablaðið að síðustu ár hafi samstarf milli svitarfélaganna aukist til muna, meðal annars á sviðum félags- og skipulagsmála. „Í ljósi þess og þeirrar uppbyggingar sem er að verða hér á sunnanverðum Vestfjörðum er bara eðlilegt að skoða þennan valkost segir hún í samtali við blaðið. Hún bætir við aðspurð að hugur fólks á svæðinu standi til enn frekara samstarfs.

Vesturbyggð varð til með sameiningu Patreksfjarðar, Bíldudals, Barðastrandar og Rauðasandshrepps árið 1994.