Fjarskiptafyrirtækin Vodafone og Nova tilkynntu í árslok 2013 að þau hygðust hefja samstarf um að sameina dreifikerfi farsímaþjónustu þeirra en þá lá fyrir heimild Póst- og fjarskiptastofnunarinnar fyrir samstarfinu. Í síðustu viku tilkynnti síðan Samkeppniseftirlitið að það hefði heimilað samreksturinn og því tekur við samningaferli á milli fjarskiptafyrirtækjanna um formsatriði samrekstursins.

Allt í sama sendinn

Nái félögin samningum munu þau stofna sérstakt félag um rekstur senda fyrir GSM þjónustu sem þau eiga saman. Það þýðir að félögin þurfa ekki að byggja dreifikerfi fyrir slíka þjónustu hvort í sínu lagi heldur geta þau með þessum hætti samnýtt tíðnisvið sín með tilheyrandi hagræðingu í rekstri þeirra beggja. Þá er einungis um að ræða fjárfestingar í farsímadreifikerfum en ekki fastlínukerfum, flutningskerfum eða öðrum innviðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .