*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 10. maí 2017 08:13

Vilja sáttanefnd um ferðaþjónustu

Samtök ferðaþjónustunnar vilja að þverpólítíska nefnd um sanngjarna gjaldtöku í sjávarútvegiSköpum verði fyrirmynd fyrir ferðaþjónustuna.

Ritstjórn
Grímur Sæmundsen er formaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar
Haraldur Guðjónsson

Stjórn  Samtaka  ferðaþjónustunnar  fagnar  ákvörðun  Þorgerðar  Katrínar  Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra,  um að skipa þverpólitíska nefnd  til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni til framtíðar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórninni þar sem segir að þessi ákvörðun sé í samræmi við eðlilega starfshætti ríkisstjórnar á því herrans ári 2017.

Þegar ríkisstjórnin, með Bendedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur,  ferðamálaráðherra, í broddi fylkingar, tilkynntu áform um að auka álögur á íslenska ferðaþjónustu  sem nema fjórföldu núverandi veiðileyfagjaldi, var það gert fyrirvaralaust og án þess að nokkurt  samráð eða fagleg greining á afleiðingum þeirrar ákvörðunar fyrir atvinnugreinina hefði farið fram, segir þar jafnframt.

Kalla eftir nýjum vinnubrögðum

Samtök ferðaþjónustunnar vona að fordæmi sjávarútvegsráðherra verði ferðamálaráðherra hvatning til  þess að nálgast þetta verkefni með sama hætti og hafi í huga ummæli sjávarútvegsráðherra í nýrri blaðagrein um að „mikilvægast er að við göngum öll til þessarar vinnu af heilindum og einsetjum okkur að mynda víðtæka og varanlega sátt.“

Kallað hefur verið eftir nýjum og faglegum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum og að unnið sé af heilindum. Stuðla verður að því að ekki fari eins fyrir ferðaþjónustunni og íslenskum sjávarútvegi, sem styr hefur staðið um í áratugi.

Halda þarf áfram að byggja upp íslenska ferðaþjónustu í sátt í stað þess að hafa sundrung að leiðarljósi. Það er auðvelt að eyðileggja þann árangur sem náðst hefur í ferðaþjónustunni. Það er líka auðvelt að vinna að sátt. Líkt og sjávarútvegsráðherra segir í framangreindri blaðagrein:  „Það er á ábyrgð stjórnmálamanna dagsins í dag að búa í haginn fyrir sátt til framtíðar.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is