Eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að selja 49% eignarhlut í Gagnaveitu Reykjavíkur, en málið verður að öllum líkindum lagt fyrir stjórn OR síðar í þessum mánuði.

Í umfjöllun um söluna í Morgunblaðinu í dag segir, að ýmsir aðilar, þar á meðal lífeyrissjóðir, hafi sýnt áhuga á að kaupa eignarhlut í Gagnaveitunni. Væntingar eru um að hægt verði að selja eignarhlutinn fyrir um 2,5 milljarða króna.