Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Brúneggja, segir að fyrirtækið sé til sölu - og leiti einnig einnig nýrra fjárfesta. Rætt er við Kristinn í Fréttablaðinu .

Hann tekur jafnframt fram í viðtalinu að ekki sé óeðlilegt að aðilar í tengdum greinum sýni þessu áhuga. Bú Brúneggja var með 18 til 20 prósenta hlutdeild á markaðnum á sínum tíma. Sala á Brúneggjum hefur hrunið í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um lélegan aðbúnað hænsna á búum Brúneggja.

Kristinn segir að það sé ekkert nýtt að frétta og að Brúnegg hafi ekki selt nein egg í búðir eftir umfjöllunina. Hann telur það mjög sérstakt. „[..] það er ekkert að þessum eggjum og bú okkar hafa starfsleyfi,“ er haft eftir Kristni í viðtali við Fréttablaðið.