Sala á eignarhlut ríkisins á 27,9% hlut í Landsbankanum er langstærsta áskorun Bankasýslu ríkisins, að því er fram kom í ársskýrslu stofnunarinnar. Skýrslan var kynnt í dag. Stofnunin fór upphaflega með 81,3% hlutafjár ríkisins í Landsbankanum. Í kjölfar útgáfu skilyrts skuldabréfs 11. apríl síðastliðinn fer Bankasýslan nú með 97,9% hlutafjár í bankanum fyrir hönd ríkisins.

Í ársskýrslunni er líka fjallað um afkomu síðasta árs hjá fjármálafyrirtækjum, sem Bankasýslan fer með eignarhluti í fyrir hönd ríkisins, greiningu á markaðs- og rekstrarumhverfi íslenskra innlánsstofnana í alþjóðlegum samanburði, endurheimtur á fjárframlögum ríkisins til fjármálafyrirtækja og samanburð á starfsemi Bankasýslunnar og systurstofnana hennar í Bretlandi og Hollandi.

Fjallað er ítarlega um skýrsluna í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.