Evrópuþjóðir vilja setja reglur um notkun rafmyntarinnar Bitcoin einkum vegna þess að myntin er talin notuð af eiturlyfjasölum, hryðjuverkamönnum og við peningaþvott að því er kemur fram á vef Bloomberg .

Franski fjármálaráðherrann, Bruno Le Maire, hefur sagst ætla að biðja aðra fjármálaráðherra G-20 ríkjanna um að íhuga sameiginlegt regluverk um Bitcoin. Þá hafa ítölsk stjórnvöld sagst vera opin fyrir því að ræða reglusetningu á rafmyntina. Að sama skapi mun Evrópusambandið einnig innleiða nýtt regluverk sem mun einnig eiga við Bitcoin.

Haft er eftir Le Maire, fjármálaráðherra Frakka, að honum líki ekki Bitcoin og að myntin geti falið ólöglega starfsemi á borð við eiturlyfjasmygl og hryðjuverk. Auk þess sé augljós hætta á spákaupmennsku sem þarfnist frekari skoðunar.