Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi þingmaður, segir að áhrifamenn innan Framsóknarflokksins hafi hvatt hann til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í Sveitastjórnarkosningum í maí á næsta ári. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Sig­mundur Davíð er þing­maður Norð­aust­ur­kjör­dæmis og hefur verið það síðan hann hóf þing­mennsku.

Í viðtali við blaðið segir Sigmundur það ekkert launungarmál að málefni sveitarfélaganna og skipulagsmál skipi stóran sess í hans huga, þau séu einnig nátengd landsmálunum og það sé fjölmargt annað á sviði landsmálanna sem honum þyki mikil þörf á, og tækifæri til, að bæta. Hann staðfestir þó ekki með þessu áhuga sinn á því að bjóða sig fram borginni segist gera ráð fyrir að halda sig við landsmálin.

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um mögulegan klofning innan þingflokks Framsóknarflokksins, milli fylgismanna Sigmundar Davíðs og annarra flokksmanna og hefur Sigmundur m.a. átt háværa fylgismenn innan flokks Framsóknar og flugvallarvina.