Áströlsk yfirvöld hyggst setja fram nýja reglugerð sem gefur fréttamiðlum þann rétt að krefja Facebook og Google um greiðslu ef fréttir miðlana eru birtar á vef áðurnefndra félaga.

Samningaviðræður myndu þurfa fara fram milli aðilana um nákvæmar greiðslur. Ef slíkar viðræður ganga ekki eftir myndi þriðji aðili þurfa að ákveða greiðslurnar fyrir hönd félaganna. Sagt er frá á vef WSJ.

Löggjöfin gæti sett fordæmi fyrir önnur lönd en mörg Evrópuríki hafa reynt að skikka bæði Facebook og Google til þess að greiða fyrir efni á vefnum þeirra.