Þingnefnd um skoska bankakerfið hefur skilað drögum að skýrslu þar sem lagt er til að Royal Bank of Scotland (RBS) verði skipt upp. Þetta kemur fram í grein viðskiptaritstjórans Roberts Preston á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að nefndin leggi til að slæmar eignir verði teknar út úr bankanum og honum þannig skipt í „góðan banka“ og „slæman banka“.

Breskir embættismenn hafa frest til mánudags til að lesa skýrsluna og mynda sér skoðun áður en hún verður tekin til umræðu. Preston segir heldur um að ræða varaáætlun þar sem ekki séu sterk rök fyrir á ráðast í aðgerðina fremur en að láta kyrrt liggja. Ákvörðun um það sé því heldur pólitísk.

RBS er nú í 81% eigu breskra stjórnvalda sem hafa stefnt að sölu bankans fyrir kosningar árið 2015.