Stefnt er að því að skrá malasíska rekstraraðila KFC í kauphöllina þar í landi. Þetta kemur fram á fréttaveitu Bloomberg, en fyrirtækið gengur undir nafninu QSR Brands og rekur einnig PizzaHut, Ayamas og Life. Fyrirtækinu mætti því líkja við Góu í Hafnarfirði.

CIMB Holdings hefur séð um stærstu útboðin í Malasíu og spáir því að á árinu muni fyrirtæki þar í landi ná að skrá bér fyrir allt að tvo milljarða Bandaríkjadala. QSR Brands stefnir að því að ná inn 500 milljónum dala með hlutafjárútboði, en CVC Capital Partners eru aðal eigendur félagsins.

Fyrirtækið rekur yfir 730 KFC staði og 390 PizzaHut staði í Suðaustur Asíu og var á markaði fram til ársins 2013, þegar framtakssjóðurinn CVC Capital Partners tók fyrirtækið yfir.

Mikið var um nýskráningar í Malasíu árið 2010 og 2012. Frá árinu 2014 hefur nýskráningum þó fækkað og var árið 2016 virkilega slappt. Þjóðin fékk svo einnig almennt að fyrir fyrir lækkandi olíuverði, en gjaldmiðill þjóðarinnar lækkaði um nær 4% í fyrra.