*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 1. mars 2017 09:05

Vilja skýringar frá Borgun

Íslandsbanki hefur krafið stjórnendur dótturfélags síns, Borgunar, skýringar í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið vísaði máli fyrirtækisins til embættis héraðssaksóknara.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslandsbanki hefur krafist svara frá stjórnendum dótturfélags síns, Borgunar, í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið vísaði starfsháttum greiðslumiðlunarfyrirtækisins til embættis héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins.

Áður hefur komið fram að Fjármálaeftirlitið telur Borgun hafi vanrækt af ásetningi eða af hirðuleysi að kanna áreiðanleika upplýsinga um erlenda viðskiptavini. Í kjölfarið vísaði Borgun málinu til héraðssaksóknara. Þetta staðfesti Ólafur Hauksson héraðssaksóknari í gær. Þá sagði hann að nú taki við greiningarvinna hjá embættinu og svo verði tekið ákvörðun um mögulega ákæru eða hvort eigi að fella málið frá.