Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það ekki koma á óvart að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, reikni með nýrri þingsályktunartillögu um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV .

Bjarni segir afstöðu Sjálfstæðismanna óbreytta í málinu. „Þetta er tillaga sem við studdum í fyrra og kemur ekki á óvart að sé í umræðunni núna enda hefur hún verið í þingmálaskránni hjá utanríkisráðherra síðan í haust. Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst frá því málið var lagt fram síðast.“

Segir Bjarni að Sjálfstæðismenn myndu styðja tillöguna með sama hætti og þeir gerðu síðast.