Tillaga um að stækka griðasvæði hvala í Faxaflóa var samþykkt á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur sem nú stendur yfir, en tillagan var samþykkt af öllum flokkum.

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, stækkaði svæðið árið 2013, en Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi ráðherra, minnkaði það aftur þegar hann tók við embætti.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frá tillögunni á Fasbókarsíðu sinni. „Þetta er gert þvert á flokka og undirstrikar mikilvægi ferðaþjónustu fyrir borgina og samfélagið í heild, og stuðning við þá blómlegu atvinnugrein sem hvalaskoðun er,“ segir Dagur.