Samkeppniseftirlitið vill endurskoðun á breytingum á lögum sem í fólst að hægt væri að koma á einokun í áætlunarakstri á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.

Samkeppniseftirlitið mælist til þess að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum stöðvi áform sín um að koma á einokun á leiðinni og hefur enn fremur beint því til innanríkisráðherra og Vegagerðarinnar að leita allra leiða þegar í stað til að stöðva áformin.

Þetta kemur fram í áliti eftirlitsins sem var unnið í framhaldi af kvörtunum Kynnisferða, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar.