Fjöldi íslenskra hjúkrunarfræðingar sem ekki sættir sig við þann launataxta sem ríkið hefur boðið þeim athugar nú að stofna hjúkrunarmiðlun sem leigja mun út starfskrafta hjúkrunarfræðinga. RÚV greinir frá þessu.

Þar segir að starfsemin gæti gert hjúkrunarfræðingum kleift að starfa hér á landi á „boðlegum kjörum“, en hjúkrunarfræðingur sem stendur að hugmyndinni telur hins vegar að hún feli ekki í sér skref í átt að einkavæðingu í heilbrigðisgeiranum.

Hjúkrunarmiðlunin myndi leigja út hjúkrunarfræðinga á öðrum og hærri taxta sem hjúkrunarfræðingarnir ákveða sjálfir. „Þeir vilja ekki semja við okkur og meta okkur ekki eins og við gerum sjálf. Þannig að við þurfum bara að taka málin í okkar hendur,“ segir Sóley Ósk Geirsdóttir, ein þeirra hjúkrunarfræðinga sem stendur að hugmyndinni, í samtali við RÚV.

Félagið hefur ekki enn verið stofnað, en hugmyndin hefur fengið góðar undirtektir að sögn Sóleyjar.