*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 23. apríl 2019 18:20

Vilja stofna nýtt lággjaldaflugfélag

Hótelstjóri Stracta Hotels vinnur nú að stofnun nýs lággjaldaflugfélags með reynslumiklu fólki frá Wow, en ekki Skúla.

Ritstjórn
Hreiðar Hermannsson ásamt syni sínum, Hermanni Hreiðarssyni. Feðgarnir eiga Stracta Hotels saman.

Unnið er að stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags til að fylla í skarð Wow air. Reynslumikið fólk frá Wow er meðal þess fámenna hóps sem stendur að undirbúningsvinnunni, en Skúli Mogensen er þar ekki á meðal. Þetta kemur fram í frétt á vef Morgunblaðsins.

Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels á Hellu, er sagður í forsvari fyrir hið fyrirhugaða félag. Haft er eftir honum að ekki sé hægt að gefa upp hvenær áætlað sé að reksturinn hefjist að svo stöddu, en lagt sé upp með að byrja með tvær vélar og fljúga til Kaupmannahafnar, Lundúna, Alicante og Tenerife, og eftir ár sé stefnt að því að tvöfalda flotann í fjórar vélar og fljúga jafnvel til Bandaríkjanna.

Lítið er um smáatriði á þessu stigi. Ekkert kemur fram um fjármögnun félagsins, en Hreiðar segir þó að um hefðbundið lággjaldaflugfélag verði að ræða, með einfalt vöruframboð og lítið af aukahlutum.