Endurskoðendaráð hefur lagt til við viðskiptaráðherra að Guðmundur Jóelsson, löggiltur endurskoðandi og meðlimur í Félagi endurskoðenda í 40 ár, verði sviptur starfsleyfi. Ástæðuna segir ráðið vera að Guðmundur hafi neitað að gangast undir gæðaeftirlit þar sem alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar eru lagðir til grundvallar. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Guðmundur segir að framkvæmd gæðaeftirlits á grundvelli þessara staðla hafi hafist árið 2011. „Þessir staðlar eru einfaldlega ekki í gildi á Íslandi, vegna þess að þeir hafa hvorki verið þýddir á íslenskt mál né formlega birtir,“ útskýrir hann.

Hann segir að þeir sem eldri séu í hettuni í endurskoðunargeiranum séu gamaldags og þeir viti vel af því. Hins vegar sé verið að reyna að þvinga þá inn í vinnubrögð, sem þeim sé gjörsamlega ómögulegt að framkvæma.