Hópur þingmanna úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Pírötum og Vinstri grænum hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þjóaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Vilja þeir að efnt verði til skjóðaratkævðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrini í Reykjavík, og yrði eftirfarandi spurning borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni:

„Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?“

Segir meðal annars í þingsályktunartillögunni að öll skynsamleg rök hnígi í þá átt að halda flugvellinum og miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýrinni, en verði þar einhver breyting á, sé nauðsynlegt að öll þjóðin fái að koma að þeirri ákvörðun á beinan og lýðræðislegan hátt.

Að tillögunni standa þingmennirnir:

Njáll Trausti Friðbertsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Jón Þór Ólafsson, Þórunn Egilsdóttir, Haraldur Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Óli Björn Kárason, Elsa Lára Arnardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Páll Magnússon, Eygló Harðardóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Brynjar Níelsson.