Eldisstöðin Ísþór hf. í sveitarfélaginu Ölfus, sem innihldur Þorlákshöfn, hyggst stækka eldisstöð sína á svæðinu úr 600 tonna framleiðslu á ári í 1.800 tonna ársframleiðslu á laxaseiðum. Hefur félagið nú lagt fram tillögu að matsáætlun að mati á umhverfisáætlun stækkunarinnar, en hún kemur til viðbótar við miklar áætlanir um aukin umsvif í laxeldi á svæðinu.

Í skýrslunni er talið upp önnur starfsemi á svipuðum nótum á svæðinu, en vestan við áætlað framkvæmdasvæði Ísþór rekur Náttúra fiskrækt ehf. matfiskstöð með leyfi fyrir 1.200 tonna ársframleiðslu á bleikju. Við sömu götu reka Laxar Fiskeldi ehf. strandeldisstöð á laxaseiðum með leyfi fyrir 500 tonna ársframleiðslu en áforma fimmföldun upp í 2.500 tonna framleiðslu á ári.

Loks áformar Landeldi ehf. að reisa strandeldisstöð með 5.000 tonna ársframleiðslu á laxaafurðum á svæðinu. Því má gera ráð fyrir að ef öll áformin á svæðinu verði árlega framleidd um 10.500 tonn af laxfiskum á svæðinu.