*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 13. desember 2017 12:25

Vilja tilskipun um vogunarsjóði í lög

ESA vísar tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða fyrir EFTA dómstólinn en löggjöfin á að vera svar við fjármálahruninu.

Ritstjórn

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa máli gegn Íslandi til EFTA dómstólsins þar sem Ísland hefur ekki innleitt EES löggjöf um rekstraraðila sérhæfðra sjóða innan tilskilinna tímamarka. „Tilskipunina átti að innleiða inn í íslenska löggjöf fyrir 1. október 2016,“ segir í fréttatilkynningu frá ESA, en þar kemur fram að löggjöfin hafi verið svar ESB við fjármálakreppunni. 

„Tilskipun 2011/61/EU, og löggjöf sem byggð er á henni, kom á fót lagaramma um heimild og eftirlit með sérhæfðum sjóðum, sem innihalda m.a. vogunarsjóði og einkafjáfestingar.“ Ætlunin með reglunum er að skapa skýrt eftirlit til þess að tryggja alhliða og skilvirkt fjármálaumhverfi fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða segir þar jafnframt.

„Tilkoma stöðugs og skilvirks innri fjármálamarkaðar veltur á því að allir markaðsaðilar fylgi sameiginlegum reglum og eftirliti,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður ESA.

Þegar ESA vísar málum til EFTA dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. Íslandi hefur áður verið veittur kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan gefinna tímamarka.

Stikkorð: ESB ESA EFTA Helga Jónsdóttir vogunarsjóðir dómstóll
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is