Ástralar og Nýsjálendingar vilja láta TPP (Trans Pacific Partnership) fram ganga þrátt fyrir það að Donald Trump hyggst hætta þátttöku Bandaríkjanna í samningaviðræðunum. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Upprunalega voru samningaviðræðurnar, sem höfðu staðið yfir í tíu ár, leiddar af Bandaríkjamönnum, undir stjórn Barack Obama. Donald Trump, arftaki hans, er ekki eins hrifinn af hugmyndinni um fríverslunarsamning við ríkin 11 sem hefði áhrif á 40% af vergri landsframleiðslu í heiminum.

Ástralar hafa endurnefnt samninginn TPP 12 mínus einn, og vísa þeir þá til stefnu Donald Trump. Ráðherra verslunar í Ástralíu, Steve Ciobo, sagði að þó að það þyrfti að láta hendur standa fram úr ermum vildu Ástralar halda samningnum lifandi.

Kínverjar, sem voru ekki hluti af löndunum tólf, fagna því líklega að Bandaríkjamenn hafa fallið frá áformum sínum um TPP.

Ríkin sem hefðu verið með í TPP eru: Japan, Malasía, Víetnam, Sínagpúr, Brunei, Ástralía, Nýja-Sjáland, Kanada, Mexíkó, Síle og Perú.