*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Erlent 6. nóvember 2012 08:18

Vilja tryggja að stórfyrirtæki komist ekki hjá skatti

Leiðtogafundi G20 þjóðanna lauk í gær með varúðarorðum um hugsanleg áhrif Evruvandans á önnur svæði heimsins.

Ritstjórn

Leiðtogafundi G20 þjóðanna lauk í gær með þeim orðum að hagvexti á heimsvísu verði ógnað finni Evrópusambandið ekki fljótt lausn á sínum vanda. Fjármálaráðherrar lögðu áherslu á að endurbætur á stjórnskipan sambandsins yrðu innleiddar og samþykktar fljótt til að tryggja áframhaldandni hagvöxt.

Bretar og Þjóðverjar birtu á fundinum sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu hagkerfi heimsins til að herða á skattaumgjörð alþjóðlegra fyrirtækja og reyna þannig að tryggja að fyrirtæki geti ekki komist hjá slíkum skattgreiðslum með einum eða öðrum hætti.

Stikkorð: G20