Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill stækka neyðarsjóð sambandsins (e. European Financial Stability Facility) fyrir skuldugustu evruþjóðirnar.  Framlag aðildarlanda ESB er nú 440 milljarðar evra en yrði 880 milljarðar evra eftir stækkun, eða yfir 130 þúsund milljarðar króna.  Þetta kemur fram á vef WSJ.

Sjóðurinn er nú alls 750 milljarðar evra, en AGS og Evrópusambandið sjálft lögðu fram 310 milljarða evra.

Samkvæmt heimildum blaðsins hafa þýsk stjórnvöld sett sig upp á móti þessum hugmyndum. Þjóðverjar efast um að hægt sé að bjarga Spáni, komist landið í sömu stöðu og Grikkland og Írland með núverandi sjóði.

Framkvæmdastjórnin telur að stækkaður sjóður myndi eyða allir óvissu um hvort hægt væri að bjarga Spáni.