Samkvæmt Viðskiptaráði er smæð hagkerfisins og sú staðreynd að íslensk fyrirtæki eru almennt minni en þekkist í samanburðarríkjunum ástæða þess að Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að framleiðni. Þetta kemur fram í úttekt ráðsins sem birt var í dag.

Í mars var greint frá því að framleiðni á Íslandi er um fimmtungi lægri en í grannríkjunum og hefur lítið aukist á síðustu árum. Samkvæmt ráðinu eru því umbætur á rekstrarumhverfi minni og meðalstórra fyrirtæki sem stuðli að vexti þeirra mjög mikilvægar fyrir efnahagslega frammistöðu Íslands.

Í útgáfu Viðskiptaráðs kemur fram að  94% fyrirtækja á Íslandi hafi færri en 10 starfsmenn. Stærri fyrirtæki hafa að meðaltali 177 starfsmenn hér á landi samanborið við 253 starfsmenn að meðaltali innan ESB. Stærri fyrirtæki eru því 30% minni á Íslandi.

Samkvæmt úttektinni er framleiðni um 45% meiri í stærri fyrirtækjum en þeim minni. Framleiðnimunurinn milli stærri og minni fyrirtækja er hins vegar 57% í ríkjum Evrópusambandsins.

Viðskipta ráð bendir á að aukin framleiðni stærri fyrirtækja skilar samfélaginu beinum ávinningi. Meðallaun starfsmanna eru hærri í stærri fyrirtækjum og þau greiða jafnframt hlutfallslega hærri skatta.