SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu hafa sent samgönguráðherra áskorun um að hlutast til um að skimun farangurs og öryggisgæsla vegna farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði boðin út á almennum markaði.

Í áskorunni frá Samtökum verslunar og þjónustu segir að útboð á almennum markaði sé hagkvæmara en núverandi fyrirkomulag og jafnframt í samræmi við fyrirkomulag á mörgum flugvöllum sem flogið er reglulega til frá Keflavíkurflugvelli.

Þar segir einnig að umrædd verkefni hafi nýlega fluttust frá utanríkisráðuneyti til samgönguráðuneytis og hljóti samgönguráðherra að stefna að slíku útboði fyrr en síðar. Jafnframt Því verður að bera saman raunkostnað við umrædd störf og innheimt öryggisgjald af farþegum sem um völlinn fara.

Nánar verður fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.

Áskrifendur geta frá klukkan 21:00 í kvöld lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .