Stjórnvöld í Mexíkó munu hafa kynnt stefnu sem miðar að því að minnka umsvif svarta hagkerfisins í landinu. Um 60% Mexíkóa, eða um 30 milljónir manns, vinna svart í landinu og greiða þar með ekki skatta en njóta um leið ekki velferðarþjónustu í landinu.

Alfonso Navarrete, vinnumálaráðherra Mexíkó, sagði í samtali við Reuters fréttastofuna í vikunni að þjóðarframleiðsla Mexíkó yrði 3-4% meiri en hún er nú þegar ef svört atvinnustarfsemi yrði dregin upp á yfirborðið.

Mexíkósk stjórnvöld munu á næstu misserum vinna með verkalýðsfélögum í landinu. Ein helsta gulrótin til að gefa upp laun er að einstaklingar munu í kjölfarið fá aðgang að lánum á vegum hins opinbera til að kaupa sér húsnæði.