Ættingjar Þorsteins Hjaltested, skattakóngs Íslands síðustu tvö ár, telja hann ekki réttmætan eiganda að jörðinni Vatnsenda í Kópavogi og hafa stefnt honum ásamt systkinum hans og móður fyrir dóm vegna þessa. Þau telja að eignin teljist til dánarbús Sigurðar Kristjáns Hjaltested, afa Þorsteins. Hundruð milljóna greiðslur Kópavogsbæjar vegna landsins tilheyri því dánarbúinu en ekki Þorsteini.

Í ágúst á síðasta ári komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að héraðsdómur Reykjaness skyldi skipa skiptastjóra til þess að ljúka skiptum á dánarbúi Sigurðar, 45 árum eftir að hann lést.

Í kjölfar þess að skipaður var nýr skiptastjóri yfir dánarbúi Sigurðar hafa ættingjar Þorsteins og erfingjar Margrétar, ekkju hans, höfðað mál gegn Þorsteini, móður hans og þremur systkinum. Greinargerðir málsins voru lagðar fram fyrir rúmum þremur vikum síðan og hefur Viðskiptablaðið þær undir höndum.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag, fimmtudag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.