Verkamannflokkurinn í Bretlandi vill tryggja að fjármálafyrirtæki og ráðgjafar muni ekki nýta sér það þegar margir yfir 55 ára aldri fá að leysa út hluta af lífeyrissjóði sínum. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Í apríl næstkomandi fá yfir 300 þúsund manns að leysa út hluta af lífeyrissjóði sínum þar í landi og fjórðungur af þeirri upphæð verður skattfrjáls.

Verkamannaflokkurinn óttast því að tryggingafyrirtæki, fjármálafyrirtæki og ráðgjafar muni reyni að nýta sér þetta. Nýjar leiðbeiningar hafa verið gefnar út fyrir fjármagnseigendur og nýjar reglur hafa verið settar á fjármálafyrirtæki. Flokkurinn vill að ákveðið þak verði sett á þjónustugjöld svo fólk tapi ekki miklum fjármunum á því að fjárfesta.