Óskað hefur verið eftir viðræðum við Norðurþing um samstarf um allt að að 50MW vindmyllugarð á Melrakkasléttu. Í bréfi til Norðurþings sem Jón Friðberg Hjartarson sendi segir að að verkefninu standi áhugamannahópur um að reisa umræddan vindmyllugarð.

Hópurinn samanstandi af verkfræðingi, viðskiptafræðingi og fleiri aðilum. Þá hafi hópurinn aðgang að ráð- gjöfum á Norðurlöndunum um málefni vindmyllugarða. Jón sagði að hópurinn hefði haft fleiri svæði á Íslandi til skoðunar en vildi að öðru  leyti  lítið tjá sig um málið að svo stöddu.

Í bréfinu er spurt hvort Norðurþing eigi land á Melrakkasléttu sem það gæti samþykkt að notað yrði fyrir vindmyllugarð þannig að það rækist ekki á önnur markmið sveitarfélagsins um uppbyggingu atvinnulífs eða viðhorf heimamanna. Þá er einnig spurt hvar  hagfelldast sé að tengjast raforkukerfi landsins á umræddu svæði með tilliti til frekari uppbyggingar atvinnulífs.

Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings í liðinni viku þar sem frekari upplýsinga var óskað um málið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .