Yfir 50 umsóknir bárust í forvali vegna verslunarreksturs í flugstöðinni sem stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. efndi til nú í haust. og í gær, 30. nóvember, voru póstlögð bréf til um 30 fyrirtækja, þar sem óskað er eftir frekari viðræðum um nánari útfærslu hugmynda þeirra og um tilheyrandi viðskiptaáætlun. "Það er með öðrum orðum unnið markvisst að því að gefa einkafyrirtækjum færi á að stunda margvíslegan verslunarrekstur í flugstöðinni," segir í yfirlýsingu stjórnar FLE.

Þar segir ennfremur að Samtök verslunar og þjónustu ættu fagna en í raun sýna þau málinu undarlegt tómlæti. "Þannig sendu samtökin fulltrúa sína hvorki á kynningarfund í Reykjavík né í vettvangsskoðun í flugstöðinni þegar forvalið var kynnt sérstaklega. Þau leituðu heldur ekki upplýsinga um málið," segir í yfirlýsingunni.

Þar segir ennfremur að rekstrarfyrirkomulag í flugstöðinni sé í samræmi við lög frá Alþingi og reglur sem stjórnvöld hafa sett þar að lútandi. Það er athyglisvert að Samtök verslunar og þjónustu nefna hvergi í yfirlýsingu sinni umfangsmikið forval vegna verslunarreksturs í flugstöðinni sem stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. efndi til nú í haust.