Embætti Persónuverndar í Lúxemborg hefur óskað eftir upplýsingum frá Amazon um Alexu, raddstýringarhugbúnað fyrirtækisins. Beiðnin þykir til marks um að auknar áhyggjur eftirlitsaðila af meðferð persónuupplýsingum hjá tæknirisunum að því er Reuters greini frá.

Embættið hefur umsjón með Amazon fyrir hönd annarra persónuverndaryfirvalda innan ESB. Auknar vinsældir Alexu, Siri frá Apple og Google Assistant hafa vakið upp spurningar um á hvað hljóðnemar snjalltækja séu að hlusta, hvenær og hvað sé gert við upptökurnar.

Google og Apple greindu frá því í síðustu viku að þau myndu hætta að láta starfsfólk hlusta á upptökur sem gert hafði verið með það að markmiði að bæta hugbúnaðinn. Starfsmenn eru sagðir reglulega hafa verið að hlusta á einkasamtöl þar sem verið sé að ræða mjög persónulega hluti sem og auk þess að þeir hafi heyrt einstaklinga stunda kynlíf.

Amazon segist ekkert hafa gert rangt og að notendur geti slökkt á Alexu þegar þeir vilji.