Þrjú stærstu efnahagssamtök heimsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Alþjóðabankinn og Alþjóðaviðskiptastofnunin vinna nú saman í tilraun til þess að auka trú almennings á ágæti milliríkjaviðskipta.

Alþjóðavæðing og frjáls viðskipti milli þjóða hafa átt undir högg að sækja upp á síðkastið. Í frétt á vef BBC er vandamálið rakið til þess að almenningur sér ekki haginn í alþjóðavæðingu heimsins vegna misskiptingar auðs.

Þessar þrjár fyrrnefndu alþjóðastofnanir vilja því reyna að sannfæra almenning um ágæti alþjóðaviðskipta sem ýta undir hagvöxt sem hefur þar af leiðandi jákvæð áhrif á lífsskilyrði almennings.

Frá þessu er greint í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.