Píratar samþykktu á dögunum stefnutillögu um þunna fjármögnun. Þunn eiginfjármögnun er þegar fyrirtæki er fjármagnað að mestu, eða öllu leyti með lánsfé, með lítið sem ekkert eigið fé.  Lánveitendur eru gjarnan, en ekki alltaf, tengdir aðilar, jafnvel fyrirtæki sem tilheyra sömu samstæðu.

Ályktunin byggir á eftirfarandi:

  1. Að það eigi að lögfesta eigi takmörk á þeim vaxtagreiðslum sem fyrirtæki geta dregið frá skattstofni við 30% af hagnaði fyrir fjármagnsliði, skatta, afskriftir fastafjármuna og niðurfærslur (EBITDA). Þannig verði 70% af EBITDA ávallt skattstofn, óháð vaxtagreiðslum fyrirtækisins.
  2. Að leitað verði endurskoðunar fjárfestingarsamninga við þau fyrirtæki sem með slíkum samningum hafa undanþegið sig eðlilegum tekjuskattsgreiðslum. Í endurskoðuðum samningum verði eðliegar skatttekjur tryggðar og einnig séð til þess að uppsafnað tap fyrri ára verði ekki notað til að koma í veg fyrir eðlilegar tekjuskattsgreiðslur fyrirtækjanna framvegis.
  3. Að takist ekki samningar skv. 2. gr. stefnu þessarar innan 6 mánaða frá upphafi viðræðna verði lagður á orkuskattur sem skili þjóðfélaginu sömu eða hærri upphæðum og ef fyrirtækin væru ekki undanþegin almennum reglum um tekjuskatt sbr. 1. gr. þessarar stefnu."

Í greinargerð með samþykktinni segir að þetta fyrirkomulag fjármögnunar er ætlað til þess að ekki myndist tekjuskattstofn þar sem allur hagnaður fari í vaxtagreiðslur. Fyrirtæki lána því innan samstæðu og flytja rekstrarhagnaður í skattaskjól erlendis, þar sem skattbyrði er lítil sem engin. Í greinargerðinni segir að þetta fyrirkomulag sé víðasta hvar hamlað í iðnvæddum löndum.

Einnig er bent á að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn hafi lagt það til að íslensk stjórnvöld tæku fyrir þunna fjármögnun í kjölfar hrunsins, en að það hafi ekki verið gert. Ríkissjóður varð vegna þessa af miklum tekjum, eða á milli þremur til fimm milljörðum króna.

Stefnutillagan var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 24.