Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar ásamt forstjóra og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, forstjóra Norðurorku og veitustjóra Orkuveitu Húsavíkur, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf um virkjun Skjálfandafljóts við Hrafnabjörg. Aðilar eru auk þess eru sammála um að skoða fleiri hugsanlega virkjunarkosti í Skjálfandafljóti. Heimamenn í Bárðardal hafa lengi vitað um þennan virkjunarmöguleika og verið áhugasamir. Hins vegar hafa margir áhyggjur af Suðurá og fossum í Fljótinu komi til virkjunar og eru það atriði sem menn vilja skoða vel.

Nú mun undirbúningshópur að stofnun félags um verkefnið taka til starfa og er áformað að stofna félag á næstu vikum. Félaginu er síðan ætlað að hefja rannsóknir á ýmsum sviðum. Ákvörðun um að ráðast í virkjun verður ekki tekin fyrr en að loknum viðamiklum undirbúningi.

Þá þarf einnig að leita að hugsanlegum kaupendum raforkunnar ef af virkjun verður. Skrifað var undir viljayfirlýsinguna mánudaginn 7. júní.