Í dag verður undirrituð viljayfirlýsing Sveitarfélagsins Voga og Miðgarðs um uppbyggingu gagnavers í Vogum.  Sveitarfélagið Vogar og Miðgarður hafa unnið að verkefninu í nærri þrjú ár. Þegar liggur fyrir fjármögnun vegna fyrsta áfanga og samningar við notendur þjónustu versins í þeim áfanga. Meðal þeirra sem gert hafa samninga við Miðgarð um hýsingu, er Orange Business Services sem er hluti af France Telecom, stærsta fjarskiptafyrirtæki Frakklands. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í lok árs 2010.