Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri Miðengis, segir góðan vilja meðal hluthafa Jarðborana að skráð félagið á markað. Miðengi gerir ráð fyrir að losa um eitthvað af sínum hlut þegar það verður. Engin tímasetning liggur þó fyrir í þessum efnum.

„Við sjáum það ekki gerast á næstunni. Ég hugsa að það séu að minnsta kosti tvö ár,“ segir Ólafur. Hann telur að það yrði tiltölulega erfitt að skrá félagið í dag.

„Félög þurfa almennt séð að eiga góða rekstrarsögu við skráningu. Allra síðustu misseri hafa verið erfið en það horfir sem betur fer til betri vegar.“

Jarðboranir eru eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði jarðhitaöflunar. Samstæða félagsins samanstendur auk móðurfélagsins af Jarðborunum innanlands, Iceland Drilling Azores Unipessoal Lda. og Hekla Energy GmbH. Félagið stendur að borframkvæmdum víða erlendis. Má þar nefna framkvæmdir í Danmörku, Nýja Sjálandi, Þýskalandi og Karabíska hafinu.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.