*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 16. október 2014 12:44

Vilji til að vinna saman

Forystumenn ferðaþjónustunnar eru ósáttir við áherslur ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Forystumenn ferðaþjónustunnar eru ósáttir við fjárframlög og áherslur ríkistjórnarinnar í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Enn fremur eru þeir ósáttir við breytingar á virðisaukaskattkerfinu og segja fyrirvarann of stuttan. Einnig vilja þeir einfalda kerfið meira.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að fundað hafi verið með forsvarsmönnum Samtaka ferðaþjónustunnar vegna skattabreytinganna. „Vilji er meðal beggja aðila að vinna saman að frekari breytingum á virðisaukaskattskerfinu með aukið jafnræði og skilvirkni kerfisins í huga,“ segir Bjarni. „Verður reynt eftir fremsta megni að hraða þeirri vinnu allri og horfa heildstætt á þær breytingar sem kunna að snúa að ferðaþjónustunni.“