Vilkó ehf. á Blöndósi hefur hafið framleiðslu á kryddi undir vörumerkinu Prima. Um síðustu áramót, keypti Vilkó ehf. vörumerki og framleiðslulínu á Prima kryddvörum. Undir merkjum Prima eru framleiddar um 60 tegundir af kryddi í um 90 vörunúmerum. OJ& Kaaber mun sjá um dreyfingu og sölu á á kryddinu eins og öðrum Vilkó vörum.

Allar uppskriftir, vélar, tæki, viðskiptasambönd, og lager hráefna og fullunninna vara var keyptur af Tindafelli í Kópavogi. Í frétt á vef Húnahornsins kemur fram að til að byrja með verði um tvö störf að ræða hjá fyrirtækinu. Framleiddar eru um 80 tegundir af kryddi og er því pakkað bæði í lítil glös fyrir neytendamarkað og í stærri umbúðir fyrir stóreldhús. Stefnt er að því að byggja nýtt húsnæði fyrir framleiðsluna á lóð Vilko á Blöndósi. Fyrsta sendingin af kryddiinu nam um  6.000 kryddglösum sem sent var suður til dreifingar.

Prima krydd mun fást í flestum matvöruverslunum landsins. Hluthafar í Vilko eru Húnakaup ehf.  O.Johnson & Kaaber,  sveitarfélög í A-Hún. ásamt nokkrum starfsmönnum og einstaklingum.