Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri samtaka fjárfesta og hluthafi í Icelandair Group, hefur lagt fram tillögu um að Icelandair Group kjósi sér nýja endurskoðendur.

Ástæðan er sú, að sögn Vilhjálms, að núverandi endurskoðendur samstæðunnar, KPMG hf., sæti nú sakamálarannsókn hjá embætti sérstaks saksóknara og með því að endurskoðandi á þess vegum, Jón S. Helgason, var á sínum tíma endurskoðandi FL Group.

Í tillögunni segir Vilhjálmur að Jón hafi ekki gætt hagsmuna lánveitenda FL Group á sínum tíma og telur því að rétt og eðlilegt sé að skipt verði um endurskoðendur frá með og með næsta hluthafa fundi Icelandair Group. Hann verður haldinn 15. september næstkomandi.

Vilhjálmur sendi inn tillöguna á mánudag og vill að hún verði tekin fyrir undir liðnum „önnur mál“ á hluthafafundinum.