Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands hefur óskað eftir því við Evrópusambandið (ESB) um að veita Íslandi einhvers konar flýtiafgreiðslu þannig að Ísland geti gengið í ESB á aðeins 6-18 mánuðum.

Í samtali við Bloomberg fréttaveituna segir Vanhanen að það gæti verið „nokkuð auðvelt“ fyrir Íslands að uppfylla skilyrði um inngöngu í ESB.

„Þeir uppfylla nú þegar mörg skilyrði,“ sagði Vanhanen.

Fram kemur í frétt Bloomberg  að Vanhanen hafi óskað eftir því við Jose Barroso, forseta Framkvæmdastjórnar ESB að undirbúa aðildarþjóðir ESB undir inngöngu í sambandið nú þegar „eyjan í N-Atlantshafi“ siglir inn í kreppu, eins og það er orðað í frétt Bloomberg.

Þá sagðist Vanhanen það mikilvægt fyrir Ísland að fá alla þá hjálp sem í boði er ef Ísland vildi gerast aðili að Evrópusambandinu.

Vanhanen segist vera mótfallinn því að Ísland taki einhliða upp evru án þess að ganga í ESB.

„Ég myndi halda að sé mjög óeðlilegt að gerast aðili að myntbandalaginu án þess að ganga inn í ESB,“ segir Vanhanen.